Ránstilraun í Grafarvogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði hluta af Grafarvogshverfi í gærkvöldi eftir tilraun til vopnaðs ráns á pítsustað í Spönginni. Ekki var búið að finna ræningjana í gærkvöldi.

Að sögn lögreglu er talið að um fjóra unglingspilta hafi verið að ræða. Ekki er vitað hvernig vopn voru notuð en enginn slasaðist og piltarnir komust ekki á brott með verðmæti. Lögregla leitaði í sérhverjum bíl sem fór um Fjallkonuveg á ellefta tímanum í gærkvöldi en það skilaði ekki árangri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert