Stórar töskur víða uppseldar

Stór­ar ferðatösk­ur eru upp­seld­ar í nokkr­um versl­un­um í Reykja­vík og í sum­um eru all­ar ferðatösk­ur upp­seld­ar. Og Íslend­ing­ar fara svo að segja strípaðir utan til að hafa rými fyr­ir varn­ing­inn sem þeir kaupa.

,,Hjá okk­ur eru all­ar ferðatösk­ur upp­seld­ar en það koma aft­ur tösk­ur eft­ir um það bil viku," seg­ir Sig­ríður Grön­dal, inn­kaupa­stjóri sér­vara hjá Hag­kaup­um. Hún seg­ir söl­una hafa verið meiri en gert var ráð fyr­ir.

,,Þetta er mjög óvenju­legt. Við gerðum sölu­áætlun miðað við sölu á þess­um tíma í fyrra en hún stóðst ekki," grein­ir Sig­ríður frá.

Fjár­mála­stjóri Europris, Leif­ur Ein­ar Ara­son, seg­ir menn þar ekki hafa und­an að panta ferðatösk­ur. ,,Áður fóru minni tösk­urn­ar fyrst en nú er það öf­ugt."

Í banda­ríska blaðinu Star Tri­bu­ne er greint frá því að út­lend­ing­ar nýti sér veika stöðu doll­ars­ins og komi til Minn­ea­pol­is í versl­un­ar­leiðangra, þar á meðal Íslend­ing­ar. Meðal ann­ars er rætt við Andr­eu Guðjóns­dótt­ur sem var þar í síðustu viku en er nú kom­in heim. Hún kveðst hafa farið utan með tóm­ar tösk­ur. ,,Ég hafði eng­in föt meðferðis nema þau sem ég var í því að þarna er hægt að gera rosa­lega góð kaup," seg­ir Andrea sem farið hef­ur þrjú ár í röð til Minn­ea­pol­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert