Það stingur enginn lögguna af

Sérútbúinn Volvo S 80 lögreglubíll.
Sérútbúinn Volvo S 80 lögreglubíll.

Bílafloti landsmanna hefur aukist bæði að magni og gæðum á undanförnum góðærisárum. Það sama á við um bílaflota lögreglunnar, en sverð hennar, sómi og skjöldur er tvímælalaust hinn sérútbúni Volvo S 80 sem hún fékk til afnota á árinu og kostar hátt í átta milljónir.

„Hann verður ekki stunginn af svo auðveldlega," segir Agnar Hannesson, rekstrar og þjónustustjóri bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. „Þetta er árgerð 2007 og hefur reynst okkur mjög vel. Þetta er bíll sem er vel á annað hundrað hestöfl og er mjög vel tækjum búinn. Við gerum kröfuharðar útboðslýsingar og horfum mikið til öryggis lögreglumanna."

Volvoinn er ríkulega útbúinn öryggispúðum, með styrkingu í hurðum og sérstakri hlífðarpönnu fyrir undirvagninn. Þá má ekki gleyma glasahaldaranum, sem allar kaffiþambandi og kleinuhringjaétandi löggur verða að hafa!" segir Agnar hlæjandi.

Allir lögreglumenn hljóta sérstaka grunnþjálfun í forgangsakstri, enda hluti starfsins að elta ökuníðinga uppi. Agnar segir lögregluna treysta meira á skipulag en hestöfl hvað það varðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert