Bílveltur og árekstrar í umdæmi lögreglunnar á Selfossi

Þrjár bíl­velt­ur urðu á hálf­tíma á Bisk­upstungna­braut á sjötta tím­an­um í dag, tvö at­vik­anna áttu sér stað á gatna­mót­um Suður­lands­veg­ar og Bisk­upstungna­braut­ar. Eng­in slys hafa þó orðið á fólki en mik­il hálka er í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Sel­fossi, á Hell­is­heiði, Suðurands­vegi og í innsveit­um. Þá varð árekst­ur um sex­leytið í Drauga­hlíðarbrekku skammt ofan við litlu kaffi­stof­una. Þar slasaðist eng­inn en bíl­arn­ir skemmd­ust mikið.

Verið er að salta Suður­lands veg, en lög­regla biður öku­menn um að fara gæti­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka