Karlmanni á áttræðisaldri, sem missti bíl sinn út í lón í nágrenni Víkur í Mýrdal í morgun, er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Segir læknir á deildinni að ofkæling hafi verið mikil en ástandið sé stöðugt.
Maðurinn var á leið frá Höfn í Hornarfirði áleiðis til Reykjavíkur þegar hann missti bíl sinn út í Höfðabrekkutjarnir, austan við Vík og sat þar fastur í að minnsta kosti klukkustund. Náði vatnið upp að herðum hans þegar björgunarsveit kom að.