Hálka víða um land

Hálka er á Holtavörðuheiði.
Hálka er á Holtavörðuheiði. mbl.is/Rax

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni er varað við hálku­blett­um víða um land. Á Suður­landi eru hálku­blett­ir og élja­gang­ur á Hell­is­heiði. Hálku­blett­ir eru í þrengsl­um og víðast hvar á Suður­landi. Hálka er á Holta­vörðuheiði, Bröttu­brekku og á Fróðár­heiði. Þá eru hálku­blett­ir víða á Snæ­fellsnesi.

Hálka eða hálku­blett­ir eru víða á Vest­fjörðum. Ófært er um Hrafns­eyr­ar­heiði og þung­fært um Dynj­and­is­heiði. Hálka er á Stein­gríms­fjarðar­heiði og þæf­ing­ur á Þorska­fjarðar­heiði.

Á Norður­landi er hálka og hálku­blett­ir á flest­um leiðum. Þæf­ing­ur er á Lág­heiði. Á Norðaust­ur­landi er hálka og hálku­blett­ir á öll­um leiðum og ófært er yfir Hell­is­heiði eystri. Á Aust­ur­landi er hálka, hálku­blett­ir á flest­um leiðum.

Á Suðaust­ur­landi er hálka, hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur á helstu veg­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert