Hálka víða um land

Hálka er á Holtavörðuheiði.
Hálka er á Holtavörðuheiði. mbl.is/Rax

Í tilkynningu frá Vegagerðinni er varað við hálkublettum víða um land. Á Suðurlandi eru hálkublettir og éljagangur á Hellisheiði. Hálkublettir eru í þrengslum og víðast hvar á Suðurlandi. Hálka er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Þá eru hálkublettir víða á Snæfellsnesi.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum. Ófært er um Hrafnseyrarheiði og þungfært um Dynjandisheiði. Hálka er á Steingrímsfjarðarheiði og þæfingur á Þorskafjarðarheiði.

Á Norðurlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum. Þæfingur er á Lágheiði. Á Norðausturlandi er hálka og hálkublettir á öllum leiðum og ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er hálka, hálkublettir á flestum leiðum.

Á Suðausturlandi er hálka, hálkublettir og skafrenningur á helstu vegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert