Ljós voru kveikt á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í gær. Eru nú liðin 42 ár frá því að Hamborgarhöfn sendi fyrsta jólatréð til Reykjavikurhafnar. Eimskipafélag Íslands hefur í öll skiptin flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavíkur.
Árleg afhending trésins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir sem þeir færðu stríðshrjáðum börnum í Hamborg eftir síðari heimstyrjöldina. Upphafsmenn af þessarri hefð voru Hermann Schlünz og Werner Hoenig sem ákváðu árið 1965 að minnast rausnarskapar Íslendinga með þessum hætti.