Ljós kveikt á Hamborgartrénu

Skólakór Kársnesskóla söng m.a. jólalög þegar kveikt var á Hamborgartrénu.
Skólakór Kársnesskóla söng m.a. jólalög þegar kveikt var á Hamborgartrénu. mbl.is/Golli

Ljós voru kveikt á Hamborgartrénu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í gær. Eru nú liðin 42 ár frá því að Hamborgarhöfn sendi fyrsta jólatréð til Reykjavikurhafnar. Eimskipafélag Íslands hefur í öll skiptin flutt tréð endurgjaldslaust til Reykjavíkur.

Árleg afhending trésins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir matargjafir sem þeir færðu stríðshrjáðum börnum í Hamborg eftir síðari heimstyrjöldina. Upphafsmenn af þessarri hefð voru Hermann Schlünz og Werner Hoenig sem ákváðu árið 1965 að minnast rausnarskapar Íslendinga með þessum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert