Veðurstofa Íslands spáir norðaustan og austan 3-8, skýjað verður með köflum og víða talsvert frost. Vaandi austanátt og fer að snjóa sunnan- og vestanlands með morgninum. Suðaustan 13-18 og slydda og rigning vestanlands upp úr hádegi. Snjókoma norðaustantil í kvöld. Suðaustan 10-18 seint í nótt og úrkoma um allt land. Suðvestan 8-15 eftir hádegi á morgun og skúrir sunnan- og vestanlands en rofar til austanlands. Hiti 1 til 5 stig á morgun.