Sjö björgunarsveitir leituðu í gærkvöldi að frönskum vísindamanni frá Raunvísindastofnun sem átti að taka niður 8 GPS senda sem staðsettir eru allt frá Þórisvatni að Kálfafelli. Hann lagði af stað á fimmtudag og átti að skila sér aftur á fösturdag. Þegar hann hafði ekki skilað sér aftur hófst leit að manninum, en björgunarmenn fundu hann heilann á húfi um klukkan hálf-tvö í nótt.
Maðurinn reyndist hafa fest bíl sinn í á skammt norðvestan við Eldgjá. Bíllinn var orðinn olíu- og rafmagnslaust þegar maðurinn fannst og hann því orðinn nokkuð kaldur og þrekaður.