55 klukkutíma bið

„Óneitanlega var það nokkuð óhugnanlegt að vera aleinn í auðninni – í blindbyl,“ segir Judicael Bruno Arnold Decriem, sem fannst rétt norðan við Eldgjá í Klappargili aðfaranótt sunnudags eftir víðtæka leit björgunarsveita. Bruno hafði þá beðið eftir björgun í um 55 klukkustundir en hann festi bíl sinn síðdegis á fimmtudag. Hann hafði meðferðis tvær samlokur og súkkulaðistykki.

Bruno var á vegum Raunvísindastofnunar að sækja átta GPS-landmælingatæki á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri, norður undir Þórisvatn og austur að Kálfafelli. Hann lagði af stað upp úr hádegi á fimmtudag, einn á ferð á Toyota Hilux-jeppa, og áætlaði að ferðin tæki einn til tvo daga. Ekkert hafði spurst til hans um miðjan dag á laugardag og því ákveðið að hefja leit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert