BA hættir flugi til Íslands

LUKE MACGREGOR

Brit­ish Airways mun hætta áætl­un­ar­flugi sínu milli Kefla­vík­ur og Lund­úna 28. mars 2008 þegar vetr­aráætl­un fé­lags­ins lýk­ur á flug­leiðinni. Peter Rasmus­sen, viðskipta­stjóri flug­fé­lags­ins fyr­ir Skandi­nav­íu og Ísland, með aðset­ur í Kaup­manna­höfn, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu það vera mjög erfiða ákvörðun að þurfa að hætta áætl­un­ar­flugi milli land­anna.

„Við höf­um starf­rækt þessa leið síðan í lok mars 2006 eða í um tutt­ugu mánuði. Því miður hef­ur flug­leiðin ekki reynst nægi­lega ábata­söm og þar sem við störf­um í afar hörðum en viðkvæm­um alþjóðleg­um sam­keppn­is­heimi verðum við að tryggja að all­ar flug­leiðir standi und­ir sér og haga okk­ur í sam­ræmi við það,“ seg­ir Peter Rasmus­sen.

Haft verður sam­band við viðskipta­vini sem bókað hafa flug með Brit­ish Airways til og frá Kefla­vík eft­ir 28. mars 2008. Verður þeim boðin breyt­ing á bók­un eða full end­ur­greiðsla far­seðils­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert