Bæta við flugferð til Sauðárkróks

Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. mbl.is/Einar Falur

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að bæta við flugi á fimmtudagsmorgnum til Sauðárkróks frá og með 1. desember. Segir félagið, að þetta sé gert vegna mikillar aukningar á flugi á Sauðárkrók og muni þessi aukaferð að öllum líkindum haldast út veturinn.

Ernir segir, að það sem af er nóvember sé sætanýtingin á Sauðárkrók rúmlega 75% sem. Farþegum þangað hafi sífellt verið að fjölga frá því Ernir hóf að fljúga á Sauðárkrók ef marka má tölur frá árunum 2005 og 2006.

Flugfélagið Ernir flýgur einnig áætlunarflug á Höfn í Hornafirði, Bíldudal og Gjögur ásamt því að sinna leiguflugi innanlands sem utan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert