Gæti sín á stóryrðunum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að menn verði að gæta sín þegar þeir tjá skoðanir sínar á netinu, en Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, gagnrýndi sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur harðlega í bloggpistli um helgina.

Þetta kemur fram í fyrsta fréttatíma mbl.is Sjónvarps í dag. Geir segist einnig vonast til að geta rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um orkumál í næstu viku.

Sjónvarpsfréttatíminn kemur nýr inn rétt fyrir hádegi á hverjum degi, milli 11:30 og 12:00, og verður síðan uppfærður eftir því sem nýjar fréttir eru unnar yfir daginn.

Sjónvarpsfréttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert