Iceland Express mun fjölga ferðum í áætlunarflugi sínu milli Íslands og London frá 26. febrúar næstkomandi. Frá þeim tíma mun félagið fljúga ellefu sinnum á viku á þessari flugleið, sem er aukning um tvö flug á viku. British Airways tilkynnti í morgun, að Íslandsflugi félagsins yrði hætt í marslok.
Iceland Express segir, sala á þessum nýju dagsetningum er hafin og verð er frá 7995 krónum. Segir félagið, að stöðug fjölgun fólks í viðskiptaerindum sé til Lundúna og nú geti farþegar farið fram og til baka samdægurs með Iceland Express.