Játaði innbrot

mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri hef­ur upp­lýst inn­brot í bíla­söl­una Bíla­sal­inn.is við Hjalt­eyr­ar­götu á Ak­ur­eyri og þjófnað á bíl sem þar var til sölu. Við rann­sókn lög­reglu beind­ist grun­ur að ung­um manni um tví­tugt og hef­ur hann nú játað að hafa verið að verki.

Síðastliðinn fe­brú­ar var brot­ist inn í hús­næði bíla­söl­unn­ar og stolið þaðan tveim­ur tölvu­skjám og plöst­un­ar­vél.  Þá var tek­inn am­er­ísk­ur pall­bíll sem stóð þar á bíla­söl­unni og farið í öku­ferð á hon­um inn í Eyja­fjörð. Sú öku­ferð endaði utan veg­ar skammt frá Hrafnagili þar sem bíll­inn valt og stór­skemmd­ist, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert