Kyrrsett vél á heimleið

Flugvél í eigu JetX, sem var á leið til Íslands með tæplega 200 farþega frá Kúbu á vegum Heimsferða, átti að lenda í Keflavík kl. sex í morgun að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða.

Vélin var kyrrsett í Halifax í Kanada aðfaranótt laugardags vegna dældar sem fannst á afturhluta hennar. Stigabíll hafði rekist utan í skrokk vélarinnar á Kúbu, en skemmdir reyndust ekki alvarlegar. Nokkurn tíma tók að gera við vélina svo áhöfnin þurfti að hvílast og voru því farþegar og áhöfn flutt á hótel í Halifax til gistingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert