Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum var í gær og þá hófst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í 17. sinn sem slíkt átak stendur yfir en í fréttatilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu segir að hópar og samtök um allan heim nýti það til þess að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis.
Í tilkynningunni segir að undanfarið hafi komið fram vísbendingar um að mansal sé að skjóta rótum hér á landi. Brýnt sé því að grípa til aðgerða gegn því áður en það nái fótfestu.