Reyndi að sparka í lögreglumenn

Karl­maður var hand­tek­inn um helg­ina vegna gruns um að hann hefði í fór­um sín­um fíkni­efni. Hann brást við með því að hóta lög­reglu­mönn­um og reyndi að slá og sparka í þá. Hann var færður í fanga­geymslu og yf­ir­heyrður þegar af hon­um var runnið. Málið verður sent til ákæru­valds­ins til frek­ari ákvörðunar, að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi.

Þá var maður hand­tek­inn á Sel­fossi fyr­ir há­degi á föstu­dag og færður í yf­ir­heyrslu eft­ir að á hon­um fund­ust um tvö grömm af am­feta­míni. Maður­inn var farþegi í bíl, sem lög­regl­an hafði stöðvað vegna þess að grun­ur lék á að ökumaður­inn væri und­ir áhrif­um fíkni­efna við akst­ur­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert