Kennaranám í núverandi mynd verður lagt af á næstu árum, það lengt og krafist meistaragráðu samkvæmt nýju menntafrumvarpi sem kynnt verður á næstu dögum. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins og einnig, að samræmd próf í grunnskólum verði einnig lögð af í núverandi mynd.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að fjögur ný menntafrumvörp séu nú í undirbúningi hjá menntamálaráðuneytinu og nái til leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þau verði lögð fram á Alþingi á næstu dögum en voru kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í dag.