Þarf að greiða sölulaun

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt hluta­fé­lag til að greiða fast­eigna­sölu and­virði sölu­launa í bæt­ur. Hluta­fé­lagið hafði gert samn­ing um að fast­eigna­sal­an tæki fast­eign og rekst­ur veit­inga­húss­ins Grand Rokk í einka­sölu en seldi síðan staðinn fram hjá fast­eigna­söl­unni.

Fram kem­ur í dómn­um, að sam­kvæmt sölu­um­boðinu var gagn­kvæm­ur upp­sagn­ar­frest­ur þess 30 dag­ar. Hluta­fé­lagið sagði umboðinu upp en af­salaði fast­eign­inni án aðkomu fast­eigna­söl­unn­ar áður en umboð henn­ar til einka­söl­unn­ar féll niður.

Var hluta­fé­lag­inu gert að greiða fast­eigna­söl­unni tæp­lega 1,3 millj­ón­ir króna, eða 1,95 af áætluðu sölu­verði, 50 millj­ón­um króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert