Þarf að greiða sölulaun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt hlutafélag til að greiða fasteignasölu andvirði sölulauna í bætur. Hlutafélagið hafði gert samning um að fasteignasalan tæki fasteign og rekstur veitingahússins Grand Rokk í einkasölu en seldi síðan staðinn fram hjá fasteignasölunni.

Fram kemur í dómnum, að samkvæmt söluumboðinu var gagnkvæmur uppsagnarfrestur þess 30 dagar. Hlutafélagið sagði umboðinu upp en afsalaði fasteigninni án aðkomu fasteignasölunnar áður en umboð hennar til einkasölunnar féll niður.

Var hlutafélaginu gert að greiða fasteignasölunni tæplega 1,3 milljónir króna, eða 1,95 af áætluðu söluverði, 50 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert