Hvert þyngdarstig kostar 2 milljarða

Hvert aukning meðalþyngdar Íslendinga um eitt stig líkamsþyngdarstuðuls (BMI) eykur heilbrigðiskostnað þjóðarinnar um hátt í tvo milljarða á ársgrundvelli. Meirihluti fullorðinna einstaklinga er of þungur, um 20% barna eru of þung og um 5% of feit. 6-9% af heilbrigðisútgjöldum á Vesturlöndum eru tilkomin vegna offitu og mun hlutfallið aukast ef þróunin helst óbreytt.

Holdafar – hagfræðileg greining er nýútkomin bók sem byggist á rannsóknum Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, doktors í heilsuhagfræði, sem kynnt verður á opnum fundi í Norræna húsinu klukkan 12 í dag. Í bókinni tekur Tinna saman hvaða aðgerðir væru kostnaðarhagkvæmastar ef vilji væri til að sporna gegn þróun ofþyngdar hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert