Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) frá árinu 2002, hefur látið af embætti formanns. Sverrir Björn Björnsson hefur tekið við embætti formanns LSS en hann hefur verið varaformaður sambandsins frá 2004.
Vernharður hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar frá og með næstu áramótum.
Valdimar Leó Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri LSS. Valdimar er fyrrverandi alþingismaður.