Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi

Verð á farsímaþjón­ustu hér­lend­is hef­ur lækkað um 23,5 pró­sent frá því í nóv­em­ber 2003. Á sama tíma hef­ur verðið lækkað um tæp­lega 60 pró­sent að meðaltali ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Mest hef­ur lækk­un­in orðið á þessu ári en þar áður hafði verð fyr­ir farsímaþjón­ustu á Íslandi lækkað um níu pró­sent á þriggja ára tíma­bili.

Í nóv­em­ber 2003 var farsímaþjón­usta dýr­ari bæði í Nor­egi og Svíþjóð en hún var á Íslandi. Í Finn­landi kostaði hún nán­ast það sama en í Dan­mörku var hún aðeins ódýr­ari, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Telig­en, sem er virt alþjóðlegt ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki á sviði fjar­skiptaþjón­ustu.

Í dag er farsímaþjón­usta um 38 pró­sent­um dýr­ari á Íslandi en hún er að meðaltali í hinum nor­rænu ríkj­un­um. Ef miðað er við Dan­mörku kem­ur í ljós að farsímaþjón­usta er meira en helm­ingi dýr­ari hér­lend­is en í Dan­mörku.

Hrafn­kell V. Gísla­son, for­stjóri Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar, seg­ir stofn­un­ina telja að minni sam­keppni ríki á fjar­skipta­markaði vegna þess hversu fá fyr­ir­tæki bjóði upp á slíka þjón­ustu á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert