Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax

„Ég vaknaði úr svæf­ingu klukk­an kort­er fyr­ir níu og spurði strax um barnið. Þá var mér sagt að ég mætti ekki sjá það fyrr en klukk­an tólf. Fyrst hélt ég bara að þau væru að rugla eitt­hvað," seg­ir kona sem þurfti að bíða í þrjá klukku­tíma eft­ir að sjá barnið sitt í fyrsta skipti en hún hafði verið svæfð og barnið tekið með bráðakeis­ara­sk­urði. Ástæðan var stofu­gang­ur lækna á vöku­deild, en meðan á hon­um stend­ur mega for­eldr­ar ekki vera hjá börn­un­um sín­um.

„Það versta er að ég var seinna uppi á vöku­deild meðan á stofu­gangi stóð," seg­ir hún og bæt­ir við að all­ir sem hún bað um að fá að hitta barnið hafi þá haft sömu sögu að segja. Lækn­ir, ljós­móðir og starfs­fólk á sæng­ur­kvenna­deild sögðu henni að hún yrði að bíða.

Ragn­heiði Sig­urðardótt­ur, deild­ar­stjóra á vöku­deild, kem­ur þessi saga kon­unn­ar mjög á óvart. „Það er æv­in­lega þannig þegar kon­ur fæða á þess­um tíma sem lokað er vegna stofu­gangs, að þá er bara komið með kon­urn­ar í rúm­un­um hingað á vöku­deild­ina." Starfsmaður á sæng­ur­kvenna­deild sem 24 stund­ir höfðu sam­band við sagði sömu sögu. Kon­um væri yf­ir­leitt fylgt á vöku­deild um leið og þær væru til­bún­ar til þess. Aðrir viðmæl­end­ur blaðsins í heil­brigðis­kerf­inu sögðust hins veg­ar kann­ast við svipuð dæmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert