Fleiri teknir fyrir lyfjaakstur á Akranesi

mbl.is/Júlíus

Mál þar sem ölvun við akstur og akstur undir áhrifum fíkniefna á Akranesi eru að nálgast 80 það sem af er þessu ári, og er það langt yfir því sem sést hefur á liðnum árum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi segir að skýringar á þessu séu einkum dugnaður lögreglumanna og nýrri löggjöf og nýrri tækni við greiningu á því hvort ökumenn séu undir áhrifum fíkniefna.

Nálægt 130 verkefni komu til kasta lögreglunnar á Akranesi í liðinni viku. Um 50 af þeim tengdust umferðinni með einum eða öðrum hætti

21 ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur. Liðlega helmingur þessara mála kom upp á vegi þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Lögregla hefur einnig lagt áherslu á hraðamælingar við grunnskólana að undanförnu og er það mat þeirra sem að þeim standa að verulega hafi slegið á ökuhraðann. Aðeins voru tveir kærðir í liðinni viku vegna ökuhraðabrota á þessum stöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert