Geir H. Haarde: Setur ekki sérstaka pressu á Ísland

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að þótt lífs­kjör mæl­ist þau bestu í heimi hér á landi, þá setji það ekki sér­staka pressu á Ísland í alþjóðasam­fé­lag­inu í um­hverf­is­mál­um né öðrum. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Þró­un­ar­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna birti í dag ár­leg­an lista sinn þar sem mat er lagt á lífs­gæði í 177 ríkj­um, svo sem ævilík­ur, mennt­un­arstig og verga lands­fram­leiðslu á mann. Ísland tók við fyrsta sæti listand af Norðmönn­um, sem setið höfðu í fyrsta sæti í sex ár.

Í frétt­um út­varps sagði Geir að þótt Ísland tróni efst á list­an­um þá sé hann aðeins mæli­kv­arði, sem hafi tak­markaðan til­gang, nema helst þann að gefa vís­bend­ingu um það með hverj­um Íslend­ing­ar flokk­ist.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra sagði í viðtali við mbl.is fyrr í dag að það væru for­rétt­indi að fæðast, lifa og starfa á Íslandi en að það legði um leið mikl­ar skyld­ur á herðar Íslend­ing­um. Þá sagði Ing­björg að Íslend­ing­ar ættu að verja meiru til þró­un­ar­mála, líkt og raun­ar væri verið að gera, og benti hún á að það væri fá­tæk­asta fólk heims sem yrði verst fyr­ir barðinu á lofts­lags­breyt­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert