Mánaðar fangelsi fyrir að stela vodkapela

Héraðsdóm­ur Suður­lands dæmdi í dag karl­mann í 30 daga fang­elsi fyr­ir að stela vod­kap­ela í vín­búð ÁTVR í Hvera­gerði í gær. Hann var einnig dæmd­ur til að greiða ÁTVR bæt­ur sem nema and­virði pel­ans, eða 2370 krón­ur.

Lög­regl­unni á Sel­fossi barst til­kynn­ing um há­degi í gær um mann, sem hafði stungið vod­kap­ela inná sig í vín­búðinni í Hvera­gerði. Þegar lög­regla kom á staðinn hafði maður­inn fengið far með bif­reið áleiðis til Reykja­vík­ur.

Lög­reglu­menn­irn­ir héldu á eft­ir og náðu að stöðva bíl­inn á Hell­is­heiði. Þar sat sá sem grunaður var um þjófnaðinn með pel­ann sem hann hafði nán­ast klárað úr. Maður­inn var hand­tek­inn og færður í fanga­geymslu þar sem hann svaf úr sér áfeng­is­vím­una.

Í morg­un var hann yf­ir­heyrður og játaði hann brot sitt. Þegar í stað var gef­in út ákæra og maður­inn leidd­ur fyr­ir dóm­ara sem kvað upp dóm.

Maður­inn hef­ur oft áður verið dæmd­ur fyr­ir ýmis brot, svo sem þjófnað, nytjastuld, ölv­unar­akst­ur og akst­ur svipt­ur öku­rétti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert