Slysum fækkar með hringtorgum

Brynjar Gauti

Samkvæmt gögnum frá Umferðarstofu og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fækkaði slysum á þremur gatnamótum eftir að þeim var breytt úr ljósastýrðum gatnamótum í hringtorg. Á sama tíma fjölgaði hinsvegar óhöppum án slysa á þessum sömu gatnamótum. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Fækkun slysa er í samræmi við aðrar rannsóknir á þessu sviði en þar hefur ekki komið fram að óhöppum fjölgi með tilkomu hringtorga. Vera má að það skýrist af því að hér er ekki tekið tillit til umferðarþunga á þessum svæðum en öll gatnamótin þrjú eru á svæðum þar sem umferð hefur aukist verulega á síðustu árum, auk þess sem ökutækjaeign á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið um rúmlega 57% frá árinu 2000," samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert