Vitað að Töfrafoss í Kringilsá færi undir lón

Landsvirkjun kannast ekki við að upplýsingar um að Töfrafoss í Kringilsá færi undir Hálsón hafi ekki legið fyrir opinberlega. Í viðtali við Völund Jóhannesson í Morgunblaðinu í gær kemur fram að Landsvirkjun hafi sagt að fossinn færi mest hálfur í kaf í Hálslón.

Í skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar segir í viðaukaskýrslu nr. 7 um áhrif á fossa, samantekt úr skýrslu VST, Kárahnjúkavirkjun, áhrif á vatnafar, 2001: „Nokkrir fossar munu hverfa undir lón þegar Jökulsá á Dal verður stífluð og Hálslón myndað. Þeirra helstir eru Sauðárfoss og Kringilsárfoss. [...] Fossinn, sem einnig er nefndur Töfrafoss, er neðarlega í Kringilsá og er um 20-30 m hár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert