30.000 nýir fermetrar fyrir jól

Á þessu ári hafa um 30 þúsund fermetrar undir verslanir bæst við þá sem fyrir eru á höfuðborgarsvæðinu og enn bætist við á næsta ári.

Hagkaup opnar 8.000 fermetra verslun í Holtagörðum í dag og leikfangafyrirtækin Toys 'R' Us og Just4Kids opnuðu nýlega stórar verslanir. Þá opnaði Byko nýlega 13 þúsund fermetra verslun í Hafnarfirði og undirbýr Norvik, móðurfélag þess, að auki opnun 48 þúsund fermetra verslunarmiðstöðvar við Vesturlandsveg, sem stefnt er að því að opna næsta sumar.

Guðrún Kristín Kolbeinsdóttir, verslunarstjóri Toys 'R' Us, segir jólavertíðina í fullum gangi en þau óttist ekki samdrátt þegar henni lýkur. „Það er greinilegt á sölu hjá okkur að það hefur vantað úrval af leikfangaverslunum hér á landi." <'p>Hún segir meira en helming vörutegunda sem boðið er upp á í búðinni ekki til annars staðar og þau óttist ekki samkeppni við eitt eða neitt. Íslendingar versli svo mikið að Toys 'R' Us áformi að opna tvær nýjar búðir á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert