400 milljónir til Bakkafjöruvegar

Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru
Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru mbl.is/Ásdís

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is legg­ur til, að 400 millj­ón­um króna verði varið á næsta ári til fram­kvæmda við gerð Bakka­fjöru­veg­ar í Land­eyj­um í tengsl­um við fyr­ir­hugaða hafn­ar­gerð vegna Vest­manna­eyja­ferju.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, að  í áætl­un um nýja ferju­höfn í Bakk­fjöru sé gert ráð fyr­ir að tengja höfn­ina við hring­veg­inn með nýj­um vegi frá hafn­ar­stæðinu upp með Markarfljóti að vest­an­verðu. Talið sé mik­il­vægt að veg­ur­inn verði lagður á næsta ári vegna efn­is­flutn­inga að höfn­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka