Í endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 469,3 milljarðar króna sem er nærri 8,2 milljarða króna hækkun frá fjárlagafrumvarpinu. Tekjujöfnuður verður 37,7 milljarðar króna sem er hækkun um 6,9 milljarða króna.
Þetta kemur fram í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar, sem lagt var fram á Alþingi í kvöld fyrir 2. umræðu um fjárlög sem verður á morgun. Fram kemur, að nefndin hafi lokið afgreiðslu flestra þeirra erinda, sem henni bárust. Nefndin leggur til að útgjöld fjárlaga næsta árs hækki um 1268 milljónir frá fjárlagafrumvarpinu.
Nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar