Almennar launahækkanir ekki réttlætanlegar

mbl.is

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja að al­menn­ar launa­hækk­an­ir séu ekki rétt­læt­an­leg­ar við nú­ver­andi aðstæður í þjóðfé­lag­inu. Held­ur sé viðfangs­efni kjara­samn­inga nú að hækka lág­marks­laun um­tals­vert og koma á launaþró­un­ar­trygg­ingu fyr­ir þá sem hafa setið eft­ir í launa­skriðinu. Það sé gert með því að skoða hvern ein­stak­ling fyr­ir sig. Þetta kom fram í máli Vil­hjálms Eg­ils­son­ar, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á fundi um kom­andi kjara­samn­inga.

Að sögn Vil­hjálms hef­ur vinnu­markaður­inn verið á fleygi­ferð und­an­farið og laun hafa hækkað um tveggja stafa tölu. Því seg­ir hann að það sé um­hugs­un­ar­efni hvort það hafi eitt­hvað upp á sig að all­ir fái sömu hækk­an­ir. Sjá­um ekki hvers vegna þeir sem hafa kannski fengið 15% hækk­un á und­an­förn­um miss­er­um eigi að fá 3-5% hækk­un í kjara­samn­ing­um nú um ára­mót.

Seg­ir Vil­hjálm­ur eðli­legt að um al­menn­ar launa­hækk­an­ir sé að ræða þegar lítið er að ger­ast í at­vinnu­líf­inu en það gildi bara alls ekki nú á Íslandi. „Við segj­um líka að með því að fara þannig í málið þá séum við að ná fram há­marks­sveigj­an­leika út úr at­vinnu­líf­inu," seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að mik­il óvissa um þróun og horf­ur í efna­hags­líf­inu á næstu árum meðal ann­ars vegna breyt­inga í út­flutn­ings­geir­an­um.

Ný út­flutn­ings­grein hafi tekið við og sé orðin stærri en all­ar aðrar út­flutn­ings­grein­ar Íslend­inga, það er fjár­mála­geir­inn. „Staðan á er­lend­um fjár­mála­mörkuðum ræður því hvernig okk­ur mun ganga á næsta árum. Ef það kem­ur upp­gang­ur þá skipta al­menn­ar launa­hækk­an­ir svo litlu máli því vinnu­markaður­inn lýt­ur eig­in lög­mál­um," seg­ir Vil­hjálm­ur.

Að sögn Vil­hjálms er það viðfangs­efni kjara­samn­inga nú að hækka lág­marks­laun um­tals­vert og þá svipað og gert var í júní í fyrra er taxt­ar voru hækkaðir um 15 þúsund krónu. Seg­ir hann að það yrði veru­leg kjara­bót fyr­ir þá sem eru með lægstu laun­in, sér­stak­lega ef þess­ar tvær hækk­an­ir eru lagðar sam­an.

Taxta­hækk­un í kjara­samn­ing­um nýt­ist ein­stak­ling­um sem fá laun sam­kvæmt launa­töxt­um kjara­samn­inga. Með þessu eru taxt­ar færðir nær greiddu kaupi. Að sama skapi eigi auka­greiðslur og yf­ir­borg­an­ir að fær­ast að hluta inn í launataxta.

Vil­hjálm­ur gerði launaþró­un­ar­trygg­ingu að um­tals­efni á fund­in­um. Sagðist hann reikna með því að launaþró­un­ar­trygg­ing muni skila því til launþega að eng­inn geti sagt eft­ir launa­tíma­bilið að hann hafi lækkað hvað varðar kaup­mátt launa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert