Axel nálgast Akureyri

Flutningaskipið Axel undan Austurlandi í gær.
Flutningaskipið Axel undan Austurlandi í gær. mbl.is

Frystiskipið Axel, sem strandaði við Hornafjarðarós í gærmorgun er nú norðvestur af Flatey að samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og er væntanlegur til Akureyrar um tvöleytið í nótt. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem gerir út skipið staðfesti í tíufréttum Sjónvarpsins í kvöld að vélstjóri skipsins hefði óhlýðnast yfirmönnum sínum.

Í tíufréttum Ríkissjónvarpsins kom fram að vélstjóri Axels hafi óhlýðnast yfirmönnum sínum þegar ræsa átti vélarnar eftir strandið í gær, því hafi verið ákveðið að senda menn á vegum fyrirtækisins út í skipið. Bjarni Sigurðsson, framkvæmdastjóri Dregg Shipping, segir að hætta hefði getað skapast og að ákveðið verði í kvöld hvort vélstjórinn verði kærður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka