Framlag til hátæknisjúkrahúss lækkar

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is legg­ur til, að fram­lag til bygg­ing­ar há­tækni­sjúkra­húss á lóð Land­spít­ala lækki á næsta ári um 700 millj­ón­ir króna og verði 1 millj­arður. Seg­ir nefnd­in ljóst, að fram­kvæmd­ir mun ekki fara eins hratt af stað og áformað var í fyrri áætl­un.

Þá legg­ur nefnd­in til þess að veitt verði fé til ým­issa sjúkra­húsa til að gera stjórn­end­um þeirra kleift að reka stofn­an­irn­ar inn­an fjár­heim­ilda.
Þannig ger­ir nefnd­in til­lögu um 200 millj­óna króna fjár­veit­ingu til að styrkja nú­ver­andi rekst­ur Land­spít­ala og kem­ur fram­lagið til viðbót­ar 820 millj­óna króna hækk­un rekstr­ar­grunns í fjár­laga­frum­varp­inu og til­lögu um 1800 millj­óna fjár­veit­ingu í fjár­auka­laga­frum­varpi 2007.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert