Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur verið boðið að flytja fyrirlestur á jólafundi sænska viðskiptaráðsins í Stokkhólmi í morgun. Mun Geir fjalla þar um hvernig hægt sé að búa til hagkerfi í frestu röð í heiminum.
Í tilkynningu frá viðskiptaráðinu er vísað til þess, að Ísland sé eitt ríkasta land heims ef miðað sé við verga þjóðarframleiðslu á mann og efnahagskerfinu hafi verið umbylt á undanförnum 15 árum, m.a. með umbótum og skattalækkunum. „Hvað geta Svíar lært af þessu?" er síðan spurt.