Íslendingar óánægðir með tryggingafélög

Íslendingar eru óánægðari með þjónustu tryggingafélaga en aðrar Norðurlandaþjóðir, samkvæmt niðurstöðu svonefndar ánæguvogar, sem Capacent mælir. Lítill munur er þó á Íslandi og Svíþjóð en mest er ánægja viðskiptavina tryggingafélaga í Danmörku og Finnlandi.

Þriðja árið í röð dregur úr ánægju íslenskra viðskiptavina tryggingafélaganna. Fram kemur, að viðskiptavinir TM séu ánægðastir viðskiptavina íslenskra tryggingafélaga þriðja árið í röð.

Ánægja viðskiptavina tryggingafélaga á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum var mæld á tímabilinu 21. september til 18. október 2007. Þetta ár er hið níunda sem slíkar mælingar eru gerðar en Capacent Gallup sá um framkvæmdina fyrir hönd Íslensku ánægjuvogarinnar. Könnunin var gerð í síma og tekið var viðtal við 250 viðskiptavini hvers fyrirtækis en þeir voru valdir af tilviljun úr þjóðskrá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert