Ístorrent telur lögbanni verða hnekkt

Fé­lagið Istor­rent, sem rekið hef­ur vef­inn tor­rent.is, seg­ist telja að lög­bann, sem rétt­hafa­sam­tök kröfðust á vef­inn, verði fellt úr gildi þegar dóm­ari fái tæki­færi til að kynna sér málið en reka þarf mál fyr­ir dóm­stól­um til að fá lög­bannið staðfest.

Embætti sýslu­manns­ins í Hafnar­f­irði féllst fyr­ir rúmri viku á kröfu fjög­urra rétt­hafa­sam­taka um að setja lög­bann á tor­rent.is. Hef­ur vef­ur­inn legið niðri síðan.

Í til­kynn­ingu frá Istor­rent ehf. er þeirri skoðun lýst, að krafa gerðarbeiðenda eigi ekki við rök að styðjast og hafi ein­ung­is náð fram að ganga vegna þess að fé­lag­inu var ekki gefið tæki­færi til þess að kynna sér mála­til­búnað gegn sér og hrekja þær full­yrðing­ar sem þar komi fram.

Þá sé lög­bannið víðtæk­ara en nauðsyn var á til þess að stöðva meinta brot­a­starf­semi og hvíli á ein­hliða og ósönnuðum full­yrðing­um gerðarbeiðenda. For­ráðamenn Istor­rents segj­ast hafa fulla trú á því að dóm­stól­ar muni kom­ast að réttri og rétt­látri niður­stöðu og fella lög­bannið úr gildi. Bú­ist sé við því að málið taki ein­hvern tíma í af­greiðslu og verði kostnaðarsamt.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig, að mál­flutn­ing­ur gerðarbeiðanda í fjöl­miðlum hafi verið mjög óná­kvæm­ur. Þannig sé rangt, að lög­regla hafi sótt Svavar Lúth­ers­son, fram­kvæmda­stjóra Istor­rents eða hann verið færður til yf­ir­heyrslu. Hið rétta sé að lög­regla hafi ekki ennþá talið ástæðu til að grípa til aðgerða í þessu máli og  þess­vegna telji SMÁÍS, STEF og önn­ur rétt­hafa­sam­tök sig knú­in til þess að fara í lög­banns­mál. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka