Kirkjan fær ekki skólafrí

Skólastjóri Flúðaskóla í Hrunamannahreppi hefur óskað nánari skýringa á tilmælum menntamálaráðuneytisins um að óheimilt sé að skipuleggja ferðir á skólatíma vegna fermingarfræðslu. Guðrún Pétursdóttir skólastjóri telur tilmælin óljós. „Og hjákátlegt að mega ekki gefa frí vegna fermingarfræðslu en verða að gefa frí í réttir, skemmtanir eða ferðir ef foreldrar vilja. Hvað ef foreldrar vilja frí fyrir barnið vegna fermingarfræðslu? Á að neita eða er málið að presturinn megi ekki biðja um frí?" spyr Guðrún.

Setning í tilmælum ráðuneytis sem vafðist fyrir skólastjórnendum og kirkjunni er svona: „Menntamálaráðuneyti lítur svo á að fermingarfræðsla eigi að fara fram utan lögbundins skólatíma nemenda og ekki sé heimilt að veita nemendum í áttunda bekk leyfi til að fara í eins til tveggja daga ferð á vegum kirkjunnar í tengslum við fermingarundirbúning. Slíkt samrýmist ekki grunnskólalögum eða aðalnámskrá grunnskóla."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert