Mátti ekki selja tryggingar án virðisaukaskatts

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu bílaleigu, sem gert var að greiða 30 milljónir króna í virðisaukaskatt af viðbótartryggingum, sem félagið seldi þegar bílar voru teknir á leigu.

Vísar dómurinn m.a. til þess, að félagið reki ekki vátryggingastarfsemi og hafi ekki leyfi til að selja tryggingar samkvæmt lögum um vátryggingasamninga.

Fram kemur í dómnum, að bílaleigan bauð viðskiptavinum sínum viðbótartryggingar til kaups, samhliða leigu á bifreið. Leigutaki gat hafnað umræddum viðbótartryggingum, keypt þær af bílaleigunni gegn aukagjaldi eða leitað til síns tryggingafélags og keypt þær þar. Þegar leigutaki kaus að kaupa viðbótartryggingu af bílaleigunni var virðisaukaskattur ekki innheimtur af þjónustunni, þar eð fyrirtækið taldi þá þjónustu undanþegna virðisaukaskatti.

Eftir skoðun skattstjóra var virðisaukaskattskyld velta félagsins hækkuð um samtals 120 milljónir króna á tímabili frá nóvember 2001 til apríl 2004. Yfirskattanefnd staðfesti þá niðurstöðu og nú héraðsdómur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert