Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja

VIlhjálmur Egilsson
VIlhjálmur Egilsson

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að nú­ver­andi rétt­inda­kerfi á Íslandi fram­leiði ör­yrkja og að SA og verka­lýðsfor­yst­an hafi að und­an­förnu rætt um mögu­leika á að koma á áfalla­trygg­ing­um.

Að sögn Vil­hjálms kost­ar hver ör­yrki sam­fé­lagið 8 millj­ón­ir króna á ári en á hverju ári séu 1.200 nýir ör­yrkj­ar skráðir. Útlagður kostnaður sam­fé­lags­ins vegna þeirra nemi um 2-2,5 millj­örðum króna á ári. Þetta kom fram í máli Vil­hjálms á fundi SA um kom­andi kjara­samn­inga og horf­ur í efna­hags­mál­um.

Að sögn Vil­hjálms þýðir þessi fjölg­un ör­yrkja að fimm fari út af vinnu­markaði á ári á móti hverj­um níu sem koma inn á vinnu­markaðinn á ári. Seg­ir Vil­hjálm­ur að það sé at­vinnu­lífið sem borgi brús­ann. „Það er eng­inn sem borg­ar þenn­an reikn­ing nema ís­lenskt at­vinnu­líf. Verðum að taka á þessu og hvernig við eig­um að ná þess­um kostnaði niður. Svo sem með því að fjár­festa í end­ur­hæf­ingu, aðhaldi, starfs­mennt­un eða öðrum aðgerðum sem skila ár­angri."

Að sögn Vil­hjálms hafa SA og ASÍ rætt það sín á milli að fjár­festa ætti fyr­ir 2 millj­arða króna ár­lega í ým­is­kon­ar þjón­ustu­úr­ræðum. Eins að stytta veik­inda­rétt hjá fyr­ir­tækj­um niður í tvo mánuði og eft­ir það falli greiðslu­skylda á áfalla­trygg­inga­sjóð og sjúkra­sjóði verka­lýðsfé­laga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert