Viðræðunefnd Starfsgreinasambandið lagði fram kjarakröfur sínar á fundi með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins í dag. Er þess krafist, að laun hækki almennt um 4% um áramót og svo aftur um 4% 1. janúar 2009. Þá er þess krafist að allir launataxtar sambandsins hækki þann 1. janúar um 20 þúsund krónur og aftur um 15.000 krónur 1. janúar.
Lagt er til að lágmarks tekjutrygging í dagvinnu hækki úr 125.000 þúsund krónum í 150.000 krónur um áramótin og í 165.000 krónur 1. janúar 2009.
Þá segir í kröfugerð Starfsgreinasambandsins, að sérstaklega verði hugað að þeim sem setið hafa eftir í launaþróun frá endurskoðun kjarasamninga 2006 og einnig er gert er ráð fyrir aðkomu ríkisvaldsins að kjarasamningunum með aðgerðum í velferðar- og skattamálum í þágu þeirra sem hafa lág laun og miðlungslaun.
Samkvæmt kröfugerðinni er gert ráð fyrir að samið verði til tveggja ára með skýrum forsenduákvæðum, þannig að mögulegt verði að segja upp launaliðum samningsins eftir eitt ár.