100 starfsmenn Glitnis í mat fyrir 500

Glitnir gladdi starfsmenn sína í síðustu viku með þeim fréttum að bankinn ætlaði að bjóða þeim út að borða í Súlnasal Hótels Sögu. Fyrir mistök gleymdist að láta þá starfsmenn, sem sóttust eftir að komast að, vita að þeim stæði til boða glæsilegur kvöldverður í einum af glæsilegustu veislusölum landsins.

Samkvæmt heimildum 24 stunda var fjöldapóstur sendur til starfsmanna og þeim tjáð að rúmlega 500 manns kæmust að í kvöldverðinum og að þeir fyrstu sem svöruðu póstinum kæmust að. Þeir sem svöruðu fengu hins vegar aldrei að vita að þeir kæmust og töldu því flestir að kvöldverðurinn stæði þeim ekki til boða. Heimildir 24 stunda herma að um 100 manns hafi tekið sénsinn og mætt í Súlnasal, en Glitnir hafði pantað mat og drykk fyrir rúmlega 500 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert