18 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á unnustu sína

Hæstiréttur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir heiftúðuga og hættulega líkamsárás en maðurinn réðist á fyrrum unnustu sína og vafði sæng um höfuð hennar og þrýsti að andlitinu þannig að konunni lá við köfnun.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 1,2 milljónir í bætur. Hæstiréttur tók m.a. mið af skýrslu sálfræðings þar sem kemur fram að konan þjáist af svokallaðri áfallastreituröskun og auknu þunglyndi í kjölfar líkamsárásarinnar, og að þetta hafi háð henni mjög mikið.

Árásin var gerð í íbúð í Reykjavík í nóvember á síðasta ári. Konunni tókst að komast út úr íbúðinni hringja á lögreglu og sérsveitarmenn handtóku manninn í íbúðinni eftir að lásasmiður hafði opnað fyrir þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert