Ekki hrifinn af tveimur skattþrepum

Árni Mathiesen fjármálaráðherra er ekki hrifinn af hugmyndum Starfsgreinasambandsins um að þeir sem hafi innan við 200.000 krónur borgi minna hlutfall í skatt en hinir. Betra sé að stefna að því að lækka almenna skattþrepið. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Starfsgreinasambandið kynnti í gær hugmyndir sínar um að þeir sem eru með minna en 200.000 krónur á mánuði borgi 15% skatt í stað 35% eins og aðrir gera.  Árni segir ekki rétt að hann tjái sig um mögulega aðkomu ríkisins þar sem ríkisvaldið komi yfirleitt ekki að kjarasamningum fyrr en á seinni stigum. Hann telur hins vegar að viðræðurnar hafi farið vel af stað og að samhljómur milli samningsaðila sé meiri en oft áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert