Landvernd leggst gegn lagningu heilsársvegur um Kjöl

Félagið Norðurvegur ehf., sem er í eigu um 20 einstaklinga, …
Félagið Norðurvegur ehf., sem er í eigu um 20 einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga á Norður og Suðurlandi, stefnir að því að leggja nýjan veg yfir Kjöl í einkaframkvæmd. Sverrir Vilhelmsson

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn því að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að kanna þjóðhagslega hagkvæmni þess að leggja heilsársveg yfir Kjöl.

Upphækkaður heilsársvegur eins og hér um ræðir myndi hafa í för með sér veruleg landslagsspjöll, auk neikvæðra áhrifa á útivist og þá upplifun sem sóst er eftir á hálendinu sem er afar verðmætt sem landslag og víðerni. Þá er líklegt að slíkum vegi fylgi hætta fyrir þá sem um hann fara vegna veðuraðstæðna sem geta skapast, sér í lagi á vetrum, enda myndi vegurinn liggja í allt að 6-700 metra hæð. Frá umferðaröryggissjónarmiði virðist því hugmyndin ekki skynsamleg. Heildstæð sýn á vegagerð á hálendinu er ekki fyrir hendi í áætlunum stjórnvalda. Í stefnumörkun um byggðamál er hvergi fjallað um uppbyggða hálendisvegi á milli landshluta sem leið til að efla byggð og búsetu um landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert