Ný reglugerð um lögreglusamþykktir

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, ásamt Steinþóri Hilmarssyni, umsjónarmanns göngueftirlits lögreglunnar.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, ásamt Steinþóri Hilmarssyni, umsjónarmanns göngueftirlits lögreglunnar. mbl.is/Júlíus

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra undirritaði í dag reglugerð um lögreglusamþykktir. Hún er birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur gildi þegar sex mánuðir eru liðnir frá birtingu hennar.

 Reglugerðin skal vera fyrirmynd að lögreglusamþykktum sveitarfélaga. Í henni er að finna ýmis ákvæði er m.a. kveða á um allsherjarreglu, samskipti borgaranna og almennt öryggi þeirra á almannafæri.

Í þeim sveitarfélögum þar sem lögreglusamþykkt hefur ekki verið sett kemur reglugerðin í stað lögreglusamþykktar. Þær lögreglusamþykktir sem nú eru í gildi í sveitarfélögum skulu halda gildi sínu í sex mánuði frá gildistöku reglugerðarinnar, það er í 12 mánuði frá setningu hennar, nema sveitarfélög setji sér nýja lögreglusamþykkt á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert