Pabbar í pössun í Hagkaupum

Í nýrri versl­un Hag­kaupa í Holta­görðum er sér­stakt pláss ætlað körl­um meðan kon­urn­ar kaupa inn fyr­ir heim­ilið. Í pláss­inu eru fjög­ur sæti og stórt sjón­varps­tæki, þar sem boðið verður upp á sýn­ing­ar frá ensku knatt­spyrn­unni. Einnig stend­ur til að tengja Playstati­on-leikja­tölvu viðtækið, til að stytta karlpen­ingn­um stund­irn­ar.

„Þetta er bara al­ger snilld," sagði Finn­ur Freyr Harðar­son, örþreytt­ur viðskipta­vin­ur Hag­kaupa, í gær aðspurður um ágæti at­hvarfs­ins. „Það eina sem vant­ar er að hér sé bjór í boði yfir enska bolt­an­um. Að vísu veit ég ekki hvort ég nenni að koma hingað til að versla með kon­unni, því ég tók þátt í að byggja þetta hús­næði."

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir, formaður mann­rétt­inda­nefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og rót­tæk­ur femín­isti, seg­ist hissa á þess­ari þjón­ustu Hag­kaupa. „Mér finnst þetta gam­aldags viðhorf til kynj­anna. Það er ótrú­legt að jafn fram­sækiðfyr­ir­tæki og Hag­kaup er skuli ekki átta sig á því að það eru bæði kyn sem bera ábyrgð á inn­kaup­um fjöl­skyld­unn­ar."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert