Skýrsla tekin af skipverjum

Axel á siglingu fyrir austan land í fylgd varðskips.
Axel á siglingu fyrir austan land í fylgd varðskips. mbl.is

Lögreglan hefur hafið rannsókn á því hvort lög hafi verið brotin um borð í frystiskipinu Axel þegar yfirvélstjóri skipsins neitaði að verða við fyrirmælum skipstjórans.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri, sem aðstoðar lögregluna á Austfjörðum við rannsókn málsins, eru skýrslutökur hafnar og er málið í hefðbundnum farvegi.

Axel steytti á blindskeri rétt fyrir utan Hornarfjörð á þriðjudagsmorgun og kom það til hafnar á Akureyri í gærkvöldi. Skipt um yfirvélstjóra í kjölfar þess að skipið var flutt til Fáskrúðsfjarðar. Hætta skapaðist þegar yfirvélstjórinn neitaði skipun um að setja vélar Axels í gang eftir strandið.

Í framhaldinu nýtti Landhelgisgæslan sér íhlutunarákvæði og tók yfir stjórn skipsins.

Þegar lögreglurannsókn og sjóprófi er lokið verður ákveðið með framhald málsins, þ.e. hvort viðkomandi einstaklingur verður ákærður fyrir mistök í starfi eða málið látið niður falla segir lögregla.

Rannsóknarnefnd sjóslysa rannsakar málið samhliða lögreglunni.

Búist er við að skýrslutökum muni ljúka í næstu viku. Í framhaldinu munu sjópróf fara fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert