Stefnt að byggingu framhaldsskóla í Mosfellsbæ

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar var lögð fram á fundi bæjarráðs í morgun. Samkvæmt áætluninni verður rekstrarniðurstaða samstæðunnar af reglulegri starfssemi jákvæð um 92 milljónir króna.

Heildartekjur Mosfellsbæjar eru áætlaðar 4.065 milljónir króna og heildargjöld 3.798 milljónir. Útsvarsprósenta verður óbreytt milli ára eða 12,94%. Áætlað er að tekjur af sölu byggingarréttar nemi 645 mkr. sem renna eiga til uppbyggingar á skólamannvirkjum í nýjum hverfum á næstu árum. En allt stefnir í að íbúafjölgun á árinu 2008 verði um 11%.

Gert er ráð fyrir að heildarskuldir bæjarfélagsins og skuldir á íbúa haldi áfram að lækka.

 

Á árinu 2008 er áætlað að verja um 775 mkr. til uppbyggingu skóla- og íþróttamannvirkja, þ.m.t. byggingu nýrra grunn- og leiksskóla, hafist verði handa við byggingu framhaldsskóla í samvinnu við ríkið og sérstökum endurbótum á eldra skólahúsnæði í bæjarfélaginu. Hafist verður handa um byggingu menningarhúss í tengslum við byggingu kirkju í miðbænum og hjúkrunarheimilis á Hlaðhömrum.

 

 Útgjöld til fræðslumála aukast um tæp 18% eða um 275 mkr. og er það í takt við aukna þjónustu. Leikskólavist 5 ára barna verður gjaldfrjáls og með því áfram stuðlað að lægri kostnaði fyrir barnafjölskyldur, samkvæmt tilkynningu frá Mosfellsbæ.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka